Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra segir að aukinn búnaður lög­reglu­manna sé til skoðunar. Skipu­lögð glæpa­starf­semi sé vaxandi mein hér á landi og bregðast þurfi við.

„Ég hef miklar á­hyggjur af þessari þróun, hún er al­var­leg,“ segir Jón.

Dóms­mála­ráð­herra segist í sam­starfi við lög­reglu­stjóra vera að vinna að til­lögum um breytingar innan lög­reglu til að tryggja betri yfir­sýn og aukinn árangur.

„Það er til skoðunar að birta þessar til­lögur í haust. Staða skipu­lagðrar brota­starf­semi er al­var­legri en fólk gerir sér grein fyrir.“

Spurður hvort til­lögurnar miði að for­virkum heimildum eða auknum vopna­burði lög­reglu, segir Jón allt undir. Ekki sé þó meiningin að al­mennir lög­gæslu­menn beri byssur.

„Það þarf að gæta að öryggi lög­reglu­manna, þeir eiga fjöl­skyldur sem vilja fá þá heila heim og þá getur komið til þess að við þurfum að bæta við þeirra búnað til að bregðast við. Auka heimildir,“ segir Jón.

Hann bendir á að gögn sýni ó­heilla­þróun.

„Allar vís­bendingar segja að vopna­burður sé að aukast. Það er nær­tækt að vísa til fjölgunar út­kalla hjá sér­sveitinni, en hún er kölluð til þegar vopn koma við sögu. Þetta er mikið á­hyggju­efni og við þessu verður að bregðast,“ segir Jón.