Joe Biden Banda­ríkja­for­seti til­kynnti í dag að Banda­ríkin myndu styrkja Úkraínu með vopnum og hernaðar­að­stoð að and­virði 800 milljónum dollara. Styrkurinn bætist þá við þann 6,1 milljarð dollara sem Banda­ríkin hafa þegar heitið frá því að inn­rásin hófst í febrúar.

„Ég veit ekki hvernig þetta mun enda, en það mun ekki enda á því að Rússar sigri Úkraínu,“ sagði Biden við blaða­menn eftir leið­toga­fund NATO í Madríd. „Úkraína hefur nú þegar komið þungu höggi á Rúss­land.“

Boris Johnson telur ekki líklegt að hægt sé að semja um frið í Úkraínu.
Fréttablaðið/Getty

Senda vopn og peninga

Þá lofuðu Boris John­son for­sætis­ráð­herra Bret­lands og Emmanuel Macron for­seti Frakk­lands einnig aukinni hernaðar­að­stoð til Úkraínu. Bresk stjórn­völd lofuðu milljarði punda í hernaðar­styrk og ætla einnig að auka út­gjöld til varnar­mála. Macron sagði að Frakkar myndu senda sex CEASAR sprengju­vörpur til Úkraínu til við­bótar við þær tólf sem þeir hafa þegar sent.

Að sögn Boris John­son virðist Pútín ekki vera reiðu­búinn að draga úr hernaði sínum í Úkraínu eða semja um frið.

„Það virðist ekki vera neitt til að ræða um. Það er ekki bara það að úkraínsku þjóðinni myndi finnast mjög erfitt að semja, heldur er Pútín ekki einu sinni að bjóða neinn samning,“ sagði John­son á blaða­manna­fundi eftir leið­toga­fundinn.

Skrifa undir sátt­málann á þriðju­dag

Á­ætlað er að finnsk og sænsk stjórn­völd muni stað­festa sátt­mála NATO og þriðju­dag í kjöl­far þess að leið­togar sam­bandsins tóku á­kvörðun í gær um að bjóða ríkjunum tveimur í banda­lagið. Þjóð­þing og ríkis­stjórnir nokkurra aðildar­ríkja eiga þó eftir að af­greiða um­sóknirnar og sam­þykkja þær form­lega.

Jens Stol­ten­berg fram­kvæmda­stjóri NATO, greindi frá þessum á­formum Sví­þjóðar og Finn­lands en að líkindum verður skrifað undir sátt­málann í höfuð­stöðvum NATO í Brussel. Um er að ræða eina af­drifa­ríkustu breytingu á skipu­lagi At­lants­hafs­banda­lagsins og einn stærsta við­snúning á öryggis- og varnar­málum Evrópu í ára­tugi.

Leiðtogar aðildaríkja NATO stilltu sér upp fyrir mynd.
Mynd/Aðsend

Margar stórar á­kvarðanir teknar

Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra, sagði leið­toga­fundinn hafa verið af­drifa­ríkan enda voru margar stórar á­kvarðanir teknar er varða fram­tíð banda­lagsins og á­standið í Úkraínu.

„Það er auð­vitað mjög margt að gerast á þessum fundi. Það er verið að sam­þykkja lang­tíma­stefnu fyrir banda­lagið til næsta ára­tugar. Það er auð­vitað verið að endur­skoða við­búnaðinn innan banda­lagsins vegna stríðsins í Úkraínu. Það er verið að stór­auka við­búnað í austur­hluta At­lants­hafs­banda­lagsins, þannig að það er líka stór á­kvörðun.“

„Í þriðja lagi er búið að taka á­kvörðun um að bjóða Finn­land og Sví­þjóð vel­komin í banda­lagið, þannig að þetta eru þrjár mjög stórar á­kvarðanir sem verð­skulda heilan fund,“ segir Katrín og bætir við að inn­rásin í Úkraínu geri það að verkum að önnur mál séu sett til hliðar.