Tæp­lega 61% þeirra sem tóku af­stöðu segjast styðja ríkis­stjórnina, sem er aukning um nær þrjú prósentu­stig milli mælinga. Þetta kemur fram í þjóðar­púls Gallups.

Helstu breytingar á fylgi flokka eru þær að fylgi Mið­flokksins eykst um rúm­lega tvö prósentu­stig milli mælinga, en fylgi Sam­fylkingarinnar minnkar um tæp­lega tvö prósentu­stig. Tæp­lega 10% segjast myndu kjósa Mið­flokkinn færu kosningar til Al­þingis fram í dag og næstum 13% segjast myndu kjósa Sam­fylkinguna. Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka milli mælinga, eða á bilinu 0,1-1,1 prósentu­stig.

Slétt 23% segjast myndu kjósa Sjálf­stæðis­flokkinn, ríf­lega 12% Vinstri græn, tæp­lega 12% Pírata, lið­lega 11% Fram­sóknar­flokkinn, tæp­lega 10% Við­reisn, 5% Flokk fólksins og sama hlut­fall Sósíal­ista­flokk Ís­lands. Tæp­lega 11% taka ekki af­stöðu eða vilja ekki gefa hana upp og lið­lega 8% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa.

Spurt var:

Ef kosið yrði til Al­þingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
En hvaða flokkur yrði lík­legast fyrir valinu?
Hvort er lík­legra að þú kysir Sjálf­stæðis­flokkinn eða ein­hvern hinna flokkanna?
Styður þú ríkis­stjórnina?

Niður­stöður sem hér birtast um fylgi flokkanna á lands­vísu eru úr net­könnun sem Gallup gerði dagana 1. til 29. mars 2021.

Heildar­úrtaks­stærð var 9.856 og þátt­töku­hlut­fall var 53,0%. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,7-1,3%. Ein­staklingar í úr­taki voru handa­hóf­svaldir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Heimild:Gallup