Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata var einn af þeim sem meintir hryðjuverkamenn hafi haft á lista um aðila sem átti að drepa. Hann segir að það hafi komið til umræðu að auka öryggisgæslu á Alþingi, en það skiptir máli hvernig það er gert. Hærri girðingar og aukin vopnavæðing er ekki lausnin að hans sögn.
„Það var hringt í mig á þriðjudaginn í síðustu viku og ég var boðaður í skýrslutöku á miðvikudaginn, en ég skaust þarna seint á þriðjudeginum í skýrslutöku. Þar var mér tjáð og sýnd samskipti milli tveggja aðila, ásamt mynd sem var af einhverjum allt öðrum aðila, að í samtalinu væru upplýsingar um að þeir hygðust drepa mig, Smára og Helga Hrafn einhvern tímann,“ segir Björn Leví.
„Maður hefur alveg séð álíka á samfélagsmiðlum, en þá er það meira í flimtingum einhvern veginn, en þegar það tengist aðilum sem eru að sanka að sér vopnun, þá er það tvímælalaust á allt öður leveli,“ segir Björn, en bæti við að það sé langt á milli þess að segja og gera.
Hann telur að aukin vopnvæðing og harðræði sé ekki lausnin, uppruni vandamálsins sé félags-og heilbrigðisvandamál.
Hægt er að sjá viðtalið við Björn í heild sinni hér.