Norður- og Suður-Kórea skutu upp eld­flaugum í til­rauna­skyni um helgina. Af til­viljun gerðu báðar þjóðirnar að eld­flauga­til­raunir sam­dægurs en auknar til­raunir á skaganum eru taldar undir­strika að vopna­kapp­hlaup eigi sér nú stað á svæðinu.

Síðast­liðinn sunnu­dag skaut Norður-Kóreu tveimur eld­flaugum af austur­strönd landsins á sunnu­dag. Flaugarnar geta borið kjarn­orku­vopn og með til­raununum er þjóðin sögð hafa brotið gegn sam­þykkt Sam­einuðu þjóðanna.

Að­eins nokkrum klukku­tímum seinna skaut Suður-Kórea eld­flaug úr kaf­báti í fyrsta sinn og varð þar með sjöunda þjóðin til að búa yfir slíkri tækni. Til­raunin er sögð hafa verið skipu­lögð fyrir fram og var því ekki and­svar við til­raunum Norður-Kóreu.

Kim Yo Jung, systir Kim Jung Un.
Jorge Silva/AP

Moon Jae-in for­seti Suður-Kóreu fylgdist með til­raunum þar í landi. Hann hélt því fram að Suður-Kórea hefði nú burðina til að aftra Norður-Kóreu frá því að ögra þeim. Hann biðlar til þjóðarinnar að halda á­fram að byggja upp vopna­getu landsins.

Kim Yo Jung, systir Kim Jung Un for­seta Norður-Kóreu, gagn­rýnir Moon og segir hann stuðla að eyði­leggingu sam­bandsins milli ríkjanna. Hún segir til­raunir Norður-Kóreu einungis vera til þess hugsaðar að auka vörn landsins án þess að sjónum sé beint að neinum á­kveðnum löndum.

Hún bendir á að Suður-Kórea er einnig að byggja upp vopna­getu sína en Norður-Kórea hefur oft á­sakað Suður-Kóreu um hræsni í vopna­málum, segir í frétt AP News.