Áform eru um að stækka verulega og endurskoða friðlýsingar fólkvangsins í Garðahrauni efra í Garðabæ. Garðahraunin var friðlýst sem fólkvangur í apríl 2014, ásamt Garðahrauni neðra, Vífilsstaðahrauni og Maríuhellum í Garðabæ. Garðahraun efra er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8100 árum og eru talin eiga uppruna sinn í Búrfellseldstöðinni.

Umhverfisstofnun stendur að þessum áformum, í samstarfi við Garðabæ og Styrktar- og líknarsjóði Oddfellowa. www.ust.is

Stækkunin yrði í samræmi við 52. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd, segir í upplýsingum Umhverfisstofnunar – og einnig hluti af átaki í friðlýsingum sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Staðsetning svæðisins innan þéttbýlis gefur svæðinu mikið fræðslu- og útivistargildi.

Tillaga að stækkun fólkvangsins má sjá á korti hér að neðan merkt bleikum svæðum.

Mynd/Umhverfisstofnun