Bæjar­stjórn Kópa­vogs sam­þykkti á fundi sínum í dag til­lögu Pírata, Sam­fylkingar og BF Við­reisnar um að birta fylgi­gögn með fundar­gerðum bæjar­stjórnar, bæjar­ráðs og fasta­nefnda á vef bæjarins.

Þetta kemur fram í til­kynningu sem send var fjölmiðlum.

Í henni segir að í ný­sam­þykktum reglum bæjar­stjórnar komi fram að sam­hliða birtingu fundar­gerða á vef Kópa­vogs­bæjar skuli al­mennt gerð að­gengi­leg þau gögn sem varða við­komandi mál og fylgdu fundar­boði eða lögð voru form­lega fram á við­komandi fundi.

„Sér­stak­lega skal gæta þess að birta öll skjöl sem liggja til grund­vallar á­kvörðun í máli, nema lög, per­sónu­verndar­sjónar­mið eða eðli máls leiði til annars. Breytingarnar taka gildi frá fyrsta fundi bæjar­stjórnar haustið 2020 en fram að því verður unnið að út­færslu og kynningu á þessu aukna að­gengi Kópa­vogs­búa að upp­lýsingum um stjórn­sýslu bæjarins.“

Sigur­björg Erla Egils­dóttir, bæjar­full­trúi Pírata í Kópa­vogi, segir að um lang­þráða breytingu sé að ræða. Full­trúar Pírata í borgar­stjórn Reykja­víkur hafi tekið þátt í að koma verk­laginu á þar árið 2016.

„Með þessu eru stigin mikil­væg skref í átt að auknu gagn­sæi. Al­menningi gefst nú kostur á að kynna sér for­sendur mála sem eru til um­fjöllunar og af­greiðslu í bæjar­stjórn og fasta­nefndum án þess að þurfa að óska sér­stak­lega eftir þeim. Þetta ein­faldar þannig um leið vinnu fjöl­miðla sem vilja nálgast gögn og starfs­fólks í þjónustu­veri sem áður sá um að út­vega þau sam­kvæmt beiðnum hverju sinni,“ segir Sigur­björg.

„Lengi vel hefur tíðkast í ís­lenskri stjórn­sýslu að hafa að­gangs­hindranir að opin­berum gögnum, en slíkt tryggir að að­eins þeir sem þekkja hindrunar­brautina geti aflað sér gagna. Fjöl­mörg dæmi er enn um slíkt, svo sem að­gangur að árs­reikninga­skrá og Lög­birtinga­blaðinu, svo fátt eitt sé nefnt. Píratar hafa á­vallt staðið gegn slíku fram­ferði, enda er jafnt að­gengi að upp­lýsingum jafn mikil­vægt í lýð­ræðis­sam­fé­lagi og tjáningar­frelsi.“