Lögreglan á Austurlandi hefur fengið aðgang að eftirlitsmyndavélakerfi Seyðisfjarðarhafnar. Bæði á hafnarsvæðinu sjálfu og tollsvæði ferjuhússins. Reiknað er með að Norræna sé í auknum mæli notuð sem vettvangur skipulagðrar brotastarfsemi.

Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri Austurlands, segir að lögreglan sé sífellt að auka notkun eftirlitsmyndavéla. „Þarna koma upp stór mál og því er mikilvægt að hafa öfluga og góða löggæslu,“ segir hún. Lögreglan sótti einnig um að koma upp myndavélum utan hafnarsvæðisins. Sú beiðni hefur ekki verið afgreidd í bæjarráði Múlaþings