Heildarútgjöld málefnasviðsins Örorka og málefni fatlaðs fólks árið 2023 eru áætluð 97.8 milljarðar, það er aukning sem hljóðar upp á 1,3 milljarða á milli ára. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 8,9 milljarða, eða það sem svarar til 10 prósentum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvari ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun.
Samkvæmt lögum um almannatryggingar og örorkulífeyri fer Tryggingastofnun ríkisins með framkvæmd málaflokksins og ábyrgð greiðsla.
Veittar verða 250 milljónir til málaflokksins til að mæta aukinni fjölgun öryrkja. Fjárheimild málaflokksins er einnig aukin um 150 milljónir vegna endurmats á tilfærslukerfum, sem kom inn sem sértæk aðhaldsráðstöfun í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2019 til 2023.
Þá verður málaflokkurinn undanþeginn aðhaldskröfu.
Helstu verkefni í málaflokknum verða að minnka nýgengi örorku, leggja aukna áherslu á getu einstaklinga til þátttöku á vinnumarkaði og byggja upp einfaldara og sveigjanlegra bótakerfi almannatrygginga vegna skertrar starfsgetu.
Þá verður lagt áherslu á aukna starfsendurhæfingu og bætt við stuðning verst setta einstaklinga í hópi öryrkja.
Lækkuð verður fjárheimild málaflokksins Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, örorka um 397 milljónir króna. Það er gert vegna minni fjölgunar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega á árinu 2021 en gert var ráð fyrir.
Mæta skuldbindingum vegna NPA-samninga
Fjárheimild málaflokksins Málefni fatlaðs fólk er aukin um 320 milljónir til að mæta skuldbindingum vegna NPA-samninga. Á sama tíma lækkar fjárheimild málaflokksins um 319,7 milljónir vegna tímabundinna verkefna sem falla niður.