Heildar­út­gjöld mál­efna­sviðsins Ör­orka og mál­efni fatlaðs fólks árið 2023 eru á­ætluð 97.8 milljarðar, það er aukning sem hljóðar upp á 1,3 milljarða á milli ára. Þegar tekið er til­lit til á­hrifa af al­mennum launa- og verð­lags­breytingum hækka út­gjöldin um 8,9 milljarða, eða það sem svarar til 10 prósentum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvari ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun.

Sam­kvæmt lögum um al­manna­tryggingar og ör­orku­líf­eyri fer Trygginga­stofnun ríkisins með fram­kvæmd mála­flokksins og á­byrgð greiðsla.

Veittar verða 250 milljónir til mála­flokksins til að mæta aukinni fjölgun ör­yrkja. Fjár­heimild mála­flokksins er einnig aukin um 150 milljónir vegna endur­mats á til­færslu­kerfum, sem kom inn sem sér­tæk að­halds­ráð­stöfun í fjár­mála­á­ætlun ríkis­stjórnarinnar 2019 til 2023.

Þá verður mála­flokkurinn undan­þeginn að­halds­kröfu.

Helstu verk­efni í mála­flokknum verða að minnka ný­gengi ör­orku, leggja aukna á­herslu á getu ein­stak­linga til þátt­töku á vinnu­markaði og byggja upp ein­faldara og sveigjan­legra bóta­kerfi al­manna­trygginga vegna skertrar starfs­getu.

Þá verður lagt á­herslu á aukna starf­sendur­hæfingu og bætt við stuðning verst setta ein­stak­linga í hópi ör­yrkja.

Lækkuð verður fjár­heimild mála­flokksins Bætur sam­kvæmt lögum um fé­lags­lega að­stoð, ör­orka um 397 milljónir króna. Það er gert vegna minni fjölgunar ör­orku- og endur­hæfingar­líf­eyris­þega á árinu 2021 en gert var ráð fyrir.

Mæta skuld­bindingum vegna NPA-samninga

Fjár­heimild mála­flokksins Mál­efni fatlaðs fólk er aukin um 320 milljónir til að mæta skuld­bindingum vegna NPA-samninga. Á sama tíma lækkar fjár­heimild mála­flokksins um 319,7 milljónir vegna tíma­bundinna verk­efna sem falla niður.