Svan­dís Svavars­dóttir, mat­væla­ráð­herra, hefur undir­ritað breytingu á reglu­gerð um veiðar í at­vinnu­skyni. Sam­tals verða 1.074 tonnum bætt við þær afla­heimildir sem nú eru í gildi. Þetta kemur fram í til­kynningu á heima­síðu Stjórnar­ráðsins.

„Við breytinguna aukast afla­heimildir til strand­veiða um 874 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl á skipti­markaði, 50 ó­nýtt tonn sem voru færð frá frí­stunda­veiðum og 150 ó­nýtt tonn vegna línu­í­vilnunar,“ segir í til­kynningunni.

Hlut­fall strand­veiða af leyfi­legum heildar­afla þorsks hækkar um fimm prósent með þessari breytingu. „Þessi ráð­stöfun [er] liður í að­gerðum til að festa strand­veiðar betur í sessi enda skipta strand­veiðar sköpum fyrir margar fjöl­skyldur í landinu,“ segir í til­kynningunni.

„Einnig hefur mat­væla­ráða­herra komið á þeirri breytingu til hag­ræðingar fyrir strand­veiði­sjó­menn að Fiski­stofa mun sjálf­krafa fella strand­veiði­leyfi úr gildi þegar strand­veiðar verða stöðvaðar með aug­lýsingu í Stjórnar­tíðindum,“ segir einnig í til­kynningunni.