Kostnaður hjá em­bætti Ríkis­lög­reglu­stjóra var tals­vert meiri á árinu sem er að líða en búist var við miðað við fjár­auka­lögin sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra lagði fram í gær. En þar er gerð til­laga um 397,5 milljóna króna fjár­veitingu til að mæta auknum kostnaði hjá em­bættinu vegna á­hrifa heims­far­aldurs í undir­flokki lög­gæslu í al­manna- og réttar­öryggi.

Fram kemur í frum­varpinu að út­gjöld megi rekja til mikils um­fangs verk­efna hjá smitrakningar­teymi, upp­lýsinga­mið­stöð al­manna­varna og vara­stöð fjar­skipta­mið­stöðvar ríkis­lög­reglu­stjóra.

Það þurfti að fjölga starfs­fólki hjá al­manna­varna­deild, auka upp­lýsinga­miðlun til al­mennings og tryggja ó­rofinn rekstur.

Þá er einnig lögð fram til­laga um að auka fjár­veitingu um 271 milljónir til lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, á Suður­nesjum og á Austur­landi og Neyðar­línunnar til að mæta auknum launa­kostnaði vegna smit­varna og við smitrakningu.

Þá er einnig gerð til­laga um 43,9 milljóna króna fjár­veitingu til Neyðar­línunnar til að mæta kostnaði við upp­byggingu inn­viða fyrir fjar­skipti og raf­væðingu vegna eld­gossins við Fagra­dals­fjall.