Toyota hefur lengi dregið lappirnar þegar kemur að hreinum rafbílum og jafnvel tengiltvinnbílum og það er aðeins nýlega sem að slíkir bílar hafa byrjað að koma fram hjá þessum stærsta bílaframleiðanda veraldar. Leiðin sem Toyota og Lexus hafa valið er að framleiða tvinnbíla sem að búa til raforku þegar bílinn hemlar, sem er geymd á lítilli rafhlöðu og notuð til að drífa rafmótor. Rafmótorinn sér um að koma bílnum af stað og getur jafnvel knúið bílinn áfram á talsverðum hraða. Auglýsingarnar í Noregi sem hafa nú verið bannaðar eru aðallega fyrir Lexus bifreiðar þar sem sagt er að bílarnir séu „sjálfhlaðandi“ og að þeir hafi „ótakmarkað drægi“ svo eitthvað sé nefnt.

Rökin fyrir banninu eru einfaldlega þau að orkan kemur upphaflega frá vélinni og þess vegna sé það villandi að gefa það í skyn að orkan sé ókeypis, þar sem að rafmagnið sem bíllinn hleður þarfnast bensínvélar og brennslu á eldsneyti. Er ennfremur sagt að auglýsingin sé villandi og geti fengið neytendur til að taka ákvarðanir sem þeir hefðu ekki annars tekið. Toyota á Íslandi notar orðið sjálfhlaðandi mjög mikið eins og hver getur séð með því að slá orðið inní leitarvél. Í janúar í fyrra komst áfrýjunarnefnd neytendamála á Íslandi að þeirri niðurstöðu að Toyota á Íslandi sé bannað að auglýsa Hybrid-bíla þannig að þeir séu 50% rafdrifnir, án frekari skýringa um það í hverju fullyrðingin felst. Hér fyrir neðan má sjá tvær auglýsingar frá Toyota á Íslandi um sjálfhlaðandi bíla.

Toyota Hybrid

Keyrir Toyota Hybrid á rafmagni? ⚡🚗

Posted by Toyota á Íslandi on Fimmtudagur, 18. júlí 2019