Aug­lýsing sem birtist í Morgun­blaðinu í dag þar sem fólk er hvatt til að til­kynna Lyfja­stofnun auka­verkanir vegna bólu­setninga gegn CO­VID-19, eru ekki á vegum stofnunarinnar. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Lyfja­stofnun.

Aug­lýsingin var keypt af Bjuti ehf. Raun­veru­legur eig­andi þess er Vil­borg Björk Hjalte­sted. Magnús E. Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri markaðs-og sölu­sviðs Morgun­blaðsins segir í sam­tali við mbl.is að þær upp­lýsingar hafi ekki birst vegna mis­taka.

Í aug­lýsingunni segir að á­ríðandi sé að til­kynna auka­verkanir til Lyfja­stofnunar og er net­fang stofnunarinnar látið fylgja. Þá er langur listi af dæmum af meintum auka­verkunum, þar sem and­lát er meðal annars talið upp.

Segir í til­kynningu Lyfja­stofnunarinnar að upp­lýsingarnar sem þarna komi fram séu villandi. Allar upp­lýsingar um raun­veru­legar auka­verkanir sé að finna í sam­þykktum fylgi­seðlum sem séu að­gengi­legir á vef stofnunarinnar. Þá sé hægt að til­kynna auka­verkanir á vef stofnunarinnar. Ekki sé tekið við slíkum til­kynningum í gegnum tölvu­póst­fang eða síma eins og komi fram í aug­lýsingunni.

Lyfjastofnun áréttar að heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu í dag þar sem m.a. er hvatt til þess að tilkynna aukaverkanir...

Posted by Lyfjastofnun on Thursday, 13 May 2021
Mynd/Morgunblaðið