Það má alveg taka undir að það sé við­eig­andi að fagna þessum tíma­mótum, þessu tíu ára af­mæli í við­burða­ríkri sögu hússins, með því að semja sér­stakt af­mælis­lag þó að það sé farin frekar ó­hefð­bundin leið að því,“ segir Svan­hildur Kon­ráðs­dóttir, for­stjóri Hörpu, að­spurð út í á­kvörðun um að láta semja sér­stakt af­mælis­lag í til­efni tíu ára af­mælis tón­listar­hússins síðar á þessu ári.

Í vikunni var aug­lýst eftir um­­­sóknum frá krökkum fæddum árið 2011, sama ár og Harpan var opnuð, til að taka þátt í verk­efninu en tíu börn verða valin til að taka þátt.

Lagið verður unnið undir verk­stjórn Ingi­bjargar Fríðu Helga­dóttur og Sigurðar Inga Einars­sonar en þar að auki munu reyndir tón­listar­menn að­stoða krakkana sem koma að verk­efninu. Svan­hildur segir að það séu ekki gerðar kröfur til þess að um­sækj­endur séu að læra tón­list en að tón­listar­á­huginn verði að vera til staðar.

„Á­kvörðun var tekin um að aug­lýsa þetta tæki­færi fyrir tíu ára gömul börn, sem deila af­mælis­árinu með Hörpunni, til að taka þátt í verk­efninu með okkur. Það eru í raun ekki mörg skil­yrði sem þarf að fylla, að­eins að hafa á­huga á tón­list,“ segir hún og heldur á­fram: „Ef krakkarnir eru í tón­listar­námi er það auð­vitað fínt en það er ekki skil­yrði sem við setjum.“

Allar tegundir tónlistar í boði

Spurð hvort hug­myndin um tegund lagsins sé fast­mótuð, hvort það eigi að vera sin­fónískt eða ein­falt rokk og ról, segir Svan­hildur: „Það er ekkert fast­mótað í því og það má þess vegna vera blanda af því. Harpan er nú þannig tón­listar- og við­burða­hús að hér fara fram tón­listar­við­burðir af öllum tegundum, hvort sem það er rokk og ról, djass, raf­tón­list eða sin­fónía. Að okkar mati er Harpan verðugur heima­völlur fyrir allar tegundir tón­listar og það yrði gaman ef lagið myndi endur­spegla það,“ segir Svan­hildur létt í lund.

„Þau fá góðan tíma til að semja lagið áður en kemur að að frum­flutningi á upp­stigningar­degi, sem hittir á tíu ára af­mæli frá því að Harpan var opnuð al­menningi þann 13. maí 2011.“

Svan­hildur Kon­ráðs­dóttir, for­stjóri Hörpu

Svan­hildur tekur undir að Harpan hafi staðist væntingarnar sem gerðar voru til hússins enda orðin eitt af ein­kennis­merkjum Reykja­víkur­borgar.

„Við viljum þakka eig­endum hússins, sem er þjóðin í heild sinni, fyrir stuðninginn og vel­vildina. Þetta hafa verið um 1.200 til 1.400 við­burðir á ári og telur rúm­lega tíu þúsund við­burði frá opnun. Húsið hefur því upp­fyllt væntingarnar sem gerðar voru og gott betur en það,“ segir hún og lofar að haldin verði veg­leg há­tíð.

„Sam­kvæmt okkar á­ætlunum hefjast fagnaðar­lætin í vor og standa yfir til árs­loka með mis­munandi lista­mönnum en við erum auð­vitað með plan B, C og D,“ segir Svan­hildur um mögu­leikann á því að heims­far­aldurinn setji strik í reikninginn.