Aug­lýst hefur verið eftir nýjum kór­stjóra í Hall­gríms­kirkju sem mun fá það hlut­verk að byggja upp kór­starf í kirkjunni. Hörður Ás­kels­son sagði upp starfi sínu sem kantor við kirkjuna eftir tæp­lega fjöru­tíu ára starf og tók með sér Mótettu­kórinn og Schola cantorum í kjöl­far deilna sem komu upp á milli hans og sóknar­nefndar Hall­gríms­kirkju.

Björn Steinar Sól­bergs­son, organ­isti Hall­gríms­kirkju, segist vera bjart­sýnn á að hægt verði að byggja aftur upp kór­starf sam­bæri­legt því sem tíðkast hefur í Hall­gríms­kirkju undan­farna ára­tugi.

„Hall­gríms­kirkja hefur verið flagg­skip í kirkju­tón­list í ára­tugi og alveg ó­trú­lega glæsi­legt starf sem þar hefur verið unnið lengi, þannig við stefnum á að byggja það upp inn í fram­tíðina.“

Einar Karl Haralds­son, for­maður sóknar­nefndar Hall­gríms­kirkju lýsti á­formum um að byggja upp nýtt kór­starf í sam­tali við Frétta­blaðið í maí síðast­liðnum.

Risa­vaxið verk­efni að fylla í skarðið

Björn Steinar hefur verið settur í for­svar við að byggja upp tón­listar­líf í Hall­gríms­kirkju að nýju og lýsir hann því sem risa­vöxnu verk­efni enda er ljóst að mikið skarð myndaðist með brott­hvarfi Harðar Ás­kels­sonar frá kirkjunni þar sem hann gegndi stöðu kantors frá árinu 1982.

„Það var náttúr­lega á­fall að missa þetta frá­bæra fólk, þetta eru bæði frá­bærir kórar og náttúr­lega mikill mann­auður sem er í báðum þessum kórum en það verður bara að byggja upp frá gras­rótinni, það er mark­miðið,“ segir Björn Steinar.

Hann segist vera sann­færður um að fullt af fólki muni vilja syngja í Hall­gríms­kirkju.

„Hún er ein­stök þessi kirkja og eins og ég segi þá eru ýmis tæki­færi sem við höfum núna að byggja nýjan kór upp frá grunni og við erum bara mjög ein­beitt í því að vanda vel til verka þar,“ segir Björn Steinar.

Skert starfs­hlut­fall vegna fjár­hags­vand­ræða

Björn Steinar gerir ráð fyrir því að nýr kór muni taka til starfa í Hall­gríms­kirkju frá og með haustinu en stærsta hlut­verk kórsins mun verða að syngja við há­tíða­höld kirkjunnar. Í sumar hefur kór­söngur í Hall­gríms­kirkju verið leystur með gesta­kórum og söng­hópum, þar á meðal kvenna­kórnum Vox femina­e sem söng undir messu­haldi um helgina. Björn Steinar segir það hafa gengið vel og búið sé að skipu­leggja tón­listar­starf kirkjunnar út ágúst.

Nýr kór­stjóri Hall­gríms­kirkju mun einungis gegna 50 prósent starfi og því er ljóst að um tölu­verðan niður­skurð er að ræða frá tímum Harðar Ás­kels­sonar sem gegndi fulli starfi sem kantor. Björn Steinar segir á­stæðuna vera fjár­hags­vanda kirkjunnar.

„Nú hefur staðan ein­fald­lega verið þannig að Hall­gríms­kirkja hefur verið í miklum vanda eins og margir aðrir þegar enginn ferða­manna­straumur hefur verið síðast­liðið ár þannig það var mikið tekju­hrun. En nú var bara sett í for­gang að byggja upp tón­listar­lífið að nýju,“ segir Björn Steinar að lokum en í­trekar að allir innan­húss séu mjög bjart­sýnir á fram­haldið.