Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar nú að fólki sem getur aðstoðað við sýnatökur á Keflavíkurflugvelli og í húsnæði hennar á Suðurlandsbraut.

Ástæðan eru miklar annir. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Þarf fólk að geta komið til starfa tímabundið með skömmum fyrirvara. Mikil fjöldi hefur farið í sýnatöku vegna Covid-19 síðustu daga og hafa miklar raðir myndast við sýnatökustaðinn á Suðurlandsbraut.

Frá því að faraldurinn hófst hér á landi hafa verið tekin yfr 482 þúsund sýni innanlands og tæplega 370 þúsund á landamærunum.