For­sætis­ráðu­neytið mun aug­lýsa eftir nýjum aðilum sem til­nefndir verða af hálfu Ís­lands í stað þeirra tveggja dómara­efna sem til­nefndir voru og drógu síðar um­sókn sína til baka. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Stjórnar­ráðinu.

Óskað var eftir umsóknum um tilnefningar í desember síðastliðnum og voru umsækjendurnir þrír. Fimm manna hæfis­nefnd sem for­sætis­ráð­herra skipaði mat alla um­sækj­endur hæfa til að verða til­nefnd af Ís­lands hálfu og voru þeir því til­nefndir í kjöl­farið.

Jónas Þór Guð­munds­son, Odd­ný Mjöll Arnar­dóttir og Stefán Þór Geirs­son voru þeir einstaklingar sem tilnefndir voru. Nefnd Evrópu­ráðs­þingsins um kjör dómara við Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu fundaði þann 7. júní, þar var rætt til­nefningar Ís­lands og við­töl við um­sækj­endur fóru fram.

Tveir um­sækj­endur drógu síðan um­sókn sína til baka. Því verður aug­lýst eftir um­sækj­endum svo Ís­land geti skilað lista með þremur til­nefningum. Í til­kynningunni frá for­sætis­ráðu­neytinu kemur fram að sá um­sækjandi sem dró ekki um­sókn sína ti baka heldur sæti sínu á listanum.