Verzlunarfjelag Árneshrepps leitar nú að áhugasömum og drífandi starfsmanni til að reka nýstofnaða verslun í Norðurfirði. Fram kemur í auglýsingu að starfið geti verið fjölbreytt og skemmtilegt. Það sé hugsað til framtíðar.

Í Árneshreppi hafa innan við 20 manns vetursetu en hreppurinn hefur verið mikið í fréttum vegna virkjunaráforma.

Verslunarfélagið óskar eftir því að áhugasamir hafi samband í einkaskilaboðum á Facebook.