Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf að því virðist sporlaust í borginni Dublin á Írlandi fyrir rúmum mánuði. Fjölskylda Jóns Þrastar hefur dvalið á Írlandi síðustu vikur og aðstoðað við leitina að honum, ásamt því að eiga í góðu samskipti við þarlenda fjölmiðla. Málið hefur vakið mikla athygli á Írlandi og lögreglu í kjölfarið borist fjöldi ábendinga. 

Sjá einnig: Tapaði hálfri milljón í póker daginn áður

Davíð Karl Wiuum, bróðir Jóns Þrastar, hefur verið nokkurn vegin samfleytt í Dublin frá því bróðir hans hvarf. Hann segir stöðuna vera nokkurn vegin óbreytta en lögregla vinni nú að því að fara yfir mikið magn af myndbandsupptökum, til þess að rekja ferðir Jóns 9. febrúar síðast liðinn. Davíð segir þó mikinn sigur að tekist hafi að fá alþjóðalögregluna til að lýsa eftir Jóni.

„Það var stórt skref að fá það í gegn. Maður veit ekkert hvar maðurinn er, en eins og staðan er núna erum við bara að reyna að þrauka, hengja upp veggspjöld og sýna einhvern lit.“ Að sögn Davíðs berst lögreglu enn fjöldi ábendinga og farið verði yfir allar ábendingar sem berast. 

Sjá einnig: „Þetta verður bara skrítnara og skrítnara“

Jón Þröstur var staddur í helgarferð ásamt unnustu sinni í Dublin þegar hann hvarf skyndilega laugardagsmorguninn 9. febrúar. Jón gekk útaf hótelherbergi sínu út á götur Dublin og sást hann á öryggismyndavél fyrir utan High-field hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan ellefu. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Eftir það er ekkert vitað um afdrif hans. Unnið er eftir þeirri kenningu að Jón hafi farið upp í leigubíl en fjölskylda hans, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu í kring um hótelið. Lögreglan á Írlandi hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum, einnig leitast við að ná tali af öllum sem voru á Swords Road og Collins Avenue þennan morgun. Fj

Sjá einnig: Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin