Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herr­a, vænt­ir þess að hægt verð­i að kynn­a af­létt­ing­ar á sam­kom­u­tak­mörk­un­um þeg­ar næst­u sam­kom­u­tak­mark­an­ir verð­a kynnt­ar. Nú­gild­and­i tak­mark­an­ir gild­a til 17. sept­em­ber.

„Þett­a geng­ur vel og ég held að það sé aug­ljóst að næst­u skref séu af­létt­ing­ar. Ég hef ekki feng­ið minn­is­blað frá Þór­ólf­i en geri ráð fyr­ir því að fá það. Nú­gild­and­i tak­mark­an­ir gild­a til 17. sept­em­ber,“ sagð­i Svan­dís að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fund­i í dag.

Hún sagð­i að fjórð­a bylgj­an væri að hníg­a hrað­ar en var bú­ist við.

„Mér finnst út­lit fyr­ir að þess­i bylgj­a sé að hníg­a hrað­ar en við héld­um og sér­stak­leg­a hvað varð­ar álag á spít­al­ann. Það er yngr­a fólk sem er að veikj­ast og þar af leið­and­i er spít­al­inn und­ir minn­a á­lag­i. Ég held að við get­um vænst þess að við séum að stíg­a skref til af­létt­ing­a í næst­u lotu.“

Alls greind­ust 25 smit í gær inn­an­lands. 68 prós­ent smit­aðr­a var í sótt­kví við grein­ing­u. Smit­um hef­ur far­ið fækk­and­i und­an­farn­a daga.