Ás­geir Jóns­son, seðla­banka­stjóri, ber af sér á­sakanir um rit­stuld við ritun Rann­sóknar­skýrslu Al­þingis um fall spari­sjóðanna í færslu sem hann birti á Face­book-síðu sinni í gær.

Um miðjan desember greindi Frétta­blaðið frá á­sökunum sagn­fræðingsins Árna H. Kristjáns­sonar sem segir rann­sóknar­nefnd Al­þingis hafa byggt á ó­út­gefnu hand­riti eftir hann við ritun skýrslunnar án þess að geta heimilda. Árni segir full­yrðingar Ás­geirs van­hugsaðar og gagn­rýnir ein­hliða frétta­flutning fjöl­miðla á málinu.

Árni var ráðinn til að vinna að sögu­legu yfir­liti um spari­sjóði fyrir nefndina haustið 2011 en sagði sig frá verk­efninu í byrjun árs 2012 vegna ó­sættis um höfundar­rétt. Ás­geir Jóns­son starfaði einnig fyrir nefndina við ritun sagn­fræði­hluta um sögu og bak­grunn spari­sjóðanna en hann hafnar því að hafa nýtt sér hand­rit Árna við vinnuna.

„Ég kom að ritun þessarar skýrslu 1-2 árum eftir að Árni H. Kristjáns­son hætti sam­starfi við nefndina. Mig rekur ekki minni til þess að ég hafi séð efni frá honum þá mánuði sem ég vann sem verk­taki fyrir nefndina, eða yfir höfuð að ég hafi vitað að hann væri til,“ skrifar Ás­geir á Face­book.

Sagður vera sagn­fræðingur

Ás­geir nefnir nokkra punkta máli sínu til stuðnings þar á meðal að hann hafi ekki borið neina rit­stjórnar­lega á­byrgð á rann­sóknar­skýrslunni og að sá hluti skýrslunnar sem á­sakanirnar um rit­stuld snerust að mestu um, Við­auki A: Hag­saga spari­sjóðanna, sé höfundar­merktur tveimur mönnum, sem hvorugur eru hann. Hann kveðst einungis hafa verið einn fjölda starfs­manna og verk­taka sem voru fengnir til að að­stoða við ritun skýrslunnar, alls 53 talsins.

„Ég var einn þessara 53. Ekkert efni er þó höfundar­merkt mér sér­stak­lega. Það er því um­hugsunar­efni af hverju mitt nafn – eitt af 53 öðrum nöfnum – er dregið fram sér­stak­lega í frétta­flutningi af málinu,“ segir Ás­geir.

Í greinar­gerð rann­sóknar­nefndarinnar til Al­þingis frá 11. ágúst 2014 er sér­stak­lega tekið fram að Ás­geir Jóns­son hafi verið einn þeirra sem störfuðu fyrir nefndina við ritun sagn­fræði­hluta um sögu og bak­grunn spari­sjóðanna, á Ís­landi og er­lendis, og hann sagður vera einn þeirra sagn­fræðinga sem störfuðu fyrir nefndina, þegar raunin er sú að hann er hag­fræðingur að mennt. Árni segir það vera „ó­trú­leg bí­ræfni að full­yrða að sagn­fræðingar, vel að merkja í fleir­tölu, hafi starfað fyrir nefndina“ þar sem enginn sagn­fræðingur hafi verið ráðinn í hans stað. Þá finnst honum frá­leitt að halda því fram að Ás­geir sé sagn­fræðingur.

„Ás­geir vísar í að hann sé að­eins einn margra höfunda skýrslunnar en sé að ó­sekju sakaður um rit­stuld. Rann­sóknar­nefnd Al­þingis telur að­eins upp þrjá starfs­menn sem unnu að ritun sagn­fræði­hluta um sögu og bak­grunn spari­sjóðanna, bæði á Ís­landi og er­lendis. Það eru Ás­geir Jóns­son, sem er stillt upp sem sagn­fræðingi nefndarinnar, Vífill Karls­son og Einar Þor­valdur Eyjólfs­son höfundar Við­auka A í bindi 7 sem ber titillinn „Hag­saga spari­sjóðanna.“ Því er Ás­geir höfundur texta í öðrum bindum skýrslum þar sem um rit­stuld er að ræða,“ segir Árni.

Árni sendi árið 2013 frá sér bókina Hugsjónir, fjármál og pólitík: Saga Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í sjötíu og sjö ár.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Van­hugsað að reyna að hvít­þvo sjálfan sig

Með Face­book færslunni birtir Ás­geir greinar­gerð skrif­stofu Al­þingis frá 27. nóvember 2015 máli sínu til stuðnings. Árni telur það van­hugsað af seðla­banka­stjóra að vísa í svo „dæma­lausa“ greinar­gerð „í því skyni að hvít­þvo sig.“

„Þar segir m.a. að niður­staða Al­þingis sé að „komið hafi fram full­nægjandi skýringar“ Rann­sóknar­nefndarinnar og þetta hafi verið „ó­vilja­verk en ekki vís­vitandi til­raun til rit­stuldar“. Hafa ber í huga að á þessum tíma lá fyrir á­lits­gerð sér­fróðra mats­manna, frá 3. júlí 2015, þar sem rit­stuldur var stað­festur en skrif­stofa Al­þingis upp­lýsti ekki um fyrr en í desember sama ár. Þrátt fyrir álit mats­manna taldi skrif­stofa Al­þingis frá­leitar skýringar Rann­sóknar­nefndarinnar vera full­nægjandi,“ segir Árni.

Þar vísar hann til á­lits­gerðar sér­fróðra mats­manna sem voru fengnir af Al­þingi til að rann­saka meintan rit­stuld rann­sóknar­nefndarinnar. Í á­lits­gerðinni kom fram að í „all­nokkrum til­vikum sé texti skýrslunnar svo líkur texta Árna H. Kristjáns­sonar, bæði varðandi orða­lag og efni, að telja megi án vafa að um rit­stuld sé að ræða.“ Árni segir málinu alls ekki hafa lokið með áður­nefndri greinar­gerð skrif­stofu Al­þingis eins og Ás­geir heldur fram á Face­book.

„Eftir að ég og stjórn Sögu­fé­lagsins höfðum hrakið grein skrif­stofu Al­þingis lið fyrir lið með ó­yggjandi sönnunum þá leitaði Al­þingi eftir sáttum. Þær um­leitanir áttu sér stað frá janúar til mars 2016. Al­þingi bauðst til að greiða mér van­goldin laun og bætur með því skil­yrði að ég minntist ekki opin­ber­lega á málið. Ég gekk auð­vitað ekki að þessum afar­kostum og upp úr við­ræðum slitnaði,“ segir hann.

Ó­vandaður og ó­boð­legur frétta­flutningur

Ás­geir kveðst í Face­book-færslu sinni vera mjög ó­sáttur við frétta­flutning Frétta­blaðsins á um­ræddu máli og segir engar for­sendur fyrir því að bendla hann við rit­stuld í tengslum við ritun rann­sóknar­skýrslunnar.

„Ég verð að segja það frá hjartanu – í ljósi þess sem ég hef hér rakið finnst mér finnst frétta­flutningur af þessu máli og sak­bending mín sem rit­þjófs í tveimur for­síðu­fréttum sama dag­blaðs vegna starfa minna fyrir Rann­sóknar­nefndina ó­vandaður og ó­boð­legur,“ segir hann.

Árni telur þessi um­mæli Ás­geirs skjóta skökku við og segir sekt hans hafna yfir skyn­sam­legan vafa eins og áður­nefnd gögn stað­festi. Þá skýtur hann til baka á aðra ís­lenska fjöl­miðla sem hann telur heldur hlut­dræga.

„Það er auð­vitað frétt þegar seðla­banka­stjóri landsins er á­sakaður um rit­stuld og það stað­fest af sér­fróðum mats­mönnum. Ás­geir kýs að stjórna um­ræðunni á Face­book-síðu sinni í stað þess að svara fyrir sig í fjöl­miðlum. Fjöl­miðlar, eins og Morgun­blaðið, Vísir og Við­skipta­blaðið, búa síðan til ein­hliða fréttir upp úr færslum Ás­geirs án þess að hafa sam­band við mig eða Sögu­fé­lagið. Það eru slík vinnu­brögð sem eru gagn­rýnis­verð en ekki frétta­flutningur af lög­brotum seðla­banka­stjóra.“