Fjórir ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar fara austur á land á þriðju­daginn til að hitta fólk og meta að­stæður á Seyðis­firði. Það eru for­sætis­ráð­herra, fjár­mála­ráð­herra, sveitar­stjórnar­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra sem einnig er ráð­herra al­manna­varna. Ná­kvæm dag­skrá liggur ekki enn fyrir.

„Við förum á þriðju­daginn. Það er ekki enn ó­hætt að skoða,“ segir Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Spurður hvað hann sjái fyrir sér með stuðning fyrir Seyð­firðinga segir hann að erfitt sé að meta það núna þegar svo lítið er vitað um skemmdir.

„Það þarf fyrst og fremst að meta á­standið. Við erum með kerfi í bótum og náttúru­ham­fara­tryggingar sem fara að skoða. En svo er alltaf þar fyrir utan tjón sem verður sem er ekki hjá trygginga­fé­lögum eða í þessu kerfi og þá hefur ríkis­stjórnin skoðað á undan­förnum árum þegar eitt­hvað svona hefur komið upp,“ segir Sigurður Ingi.

Of snemmt að átta sig á skemmdum núna

Hann segir að við slíkar að­stæður áður hafi ráðu­neytis­stjórar nokkurra ráðu­neyta fengið það verk­efni og þegar slíku mati er lokið þá hafa sveitar­fé­lögin verið stutt.

„Oft eru það verð­mæti á vegum sveitar­fé­laga sem ekki eru metin og það hefur verið bakkað upp. En það er of snemmt núna að átta sig á hvað það er þarna. Það sem er aðal­at­riðið núna er auð­vitað byggjum við Seyðis­fjörð aftur upp,“ segir Sigurður Ingi.

Hann á von á því að ferðin austur yrði vel skipu­lögð með til­liti til birtu­skil­yrða.

„Það verður að nýta það vel til að sjá og skoða, en líka til að hitta fólk og sýna þeim stuðning í verki,“ segir Sigurður Ingi.

Hann segir að hann þekki á­gæt­lega til bæjarins og hafi dvalið þar í heim­sóknum tengdum stjórn­málunum.

„Það gerist við svona að­stæður, að við sjáum þessa fal­legu sam­stöðu hjá Ís­lendingum og að allir eru til­búnir að leggja sitt af mörkum til að þetta gangi upp,“ segir Sigurður Ingi að lokum.