Þór­dís Elva Þor­valds­dóttir ræðir meðal annars staf­rænt of­beldi í við­tali við helgar­blað Frétta­blaðsins en hún segir mikil­vægt að opna augun fyrir al­var­legum af­leiðingum þess.

Nú til dags þegar mynd­efni er til af flestum okkar á netinu sé sí­fellt að verða auð­veldara að búa til nektar­myndir af fólki með að­stoð mynd­vinnslu­for­rita og lýsir því hvernig hún hafi í undir­búningi fyrir fyrir­lestur vikunnar horft á svo­kallað „deep fake klám“ þar sem and­lit þekktra stjórn­mála­kvenna hefur verið sett á klám­leik­konur.

„Sú vin­sælasta í slíku klámi er banda­ríska þing­konan, Alexandria O­casio-Cor­tez sem hefur haft hátt um réttindi kvenna og minni­hluta­hópa,“ segir Þór­dís og bendir á að sumt efnisins sé ansi sann­færandi og tækninni eigi bara eftir að fleygja fram.