Leigumarkaðurinn í Reykjavík er eins og villta vestrið. Þetta segir Auður Jónsdóttir rithöfundur í sjónvarpsviðtali á Hringbraut klukkan 18.30 í kvöld.

Auður er sjálf leigjandi. Hún segist ekki sjá eins mikið eftir nokkrum hlut og að hafa selt eigið húsnæði. Dæmi séu um að íbúðareigendur fari fram á hálfa milljón króna í fyrirframgreiðslu hjá leigjendum en hún hafi verið heppin þegar hún stóð frammi fyrir því að lenda á götunni fyrir skemmstu.

„Það er eins og íbúðir séu orðnar hlutabréf, fólk er að nota þetta til að græða peninga,“ segir Auður sem ræðir húsnæðismarkaðinn ásamt Daða Má Kristóferssyni hagfræðingi á Fréttavaktinni í umsjá Björns Þorlákssonar blaðamanns.

Daði Már segir markaðinn mjög sveiflukenndan. Í covid hafi orðið sprenging þar sem fólk hafi keypt fasteignir til að fjárfesta. Ábatavon af útleigu fyrir ferðamenn hafi skekkt markaðinn. Stjórnvöld þurfi að fjölga félagslegu húsnæði og jafna húsnæðismarkaðinn til lengri tíma.

Sjá Auði ræða stærstu mistökin, að hafa selt hér: