Tón­listar­maðurinn Auðunn Lúthers­son, sem gengur undir lista­manns­nafninu Auður, verður ekki með í upp­setningu leik­verksins Rómeó og Júlíu í Þjóð­leik­húsinu næsta vetur.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá í gær var leik­húsið með á­sakanir um kyn­ferðis­brot á hendur söngvaranum til skoðunar. Gaf tón­listar­maðurinn út yfir­lýsingu í kjöl­farið þar sem hann sagðist hafa farið yfir mörk konu. Sagðist hann ekki myndu sinna verk­efnum á næstu vikum og mánuðum og setja á­fram­haldandi sjálfs­vinnu í for­gang.

Átti tón­listar­maðurinn að sjá um tón­listina í leik­sýningunni sem frum­sýnd verður í Þjóð­leik­húsinu í septem­ber á­samt tón­listar­konunni Sölku Vals­dóttir og fleirum. Í gær tilkynnti Auður að hann myndi draga sig í hlé og stað­festir Þjóðleikhússtjórinn Magnús Geir Þórðar­son við Vísi að Auður muni ekki koma fram í verkinu eins og til stóð.

Samkvæmt leikhússtjóranum verður fjölbreytt tónlist í verkinu eftir ólíka listamenn en á þessum tímapunkti liggur ekki nákvæmlega fyrir hvaða tónlist verður notuð enda mun þróun sýningarinnar halda áfram þegar æfingar hefjast að nýju að loknu sumarleyfi í leikhúsinu.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í gær mun Auður ekki koma fram á tón­leikum Bubba Morthens 16. júní næst­komandi eins og til stóð.