Göngugötusvæði Reykjavíkurborgar hafa verið til umræðu undanfarið. Ljósmyndari Fréttablaðsins fór á stúfana um daginn og myndaði auð verslunar- og veitingahúsnæði við Laugaveginn. Af myndunum mátti greina að þessa stundina standa fleiri auð rými við umferðarhluta götunnar.

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi segist ekki hafa skýringar á þessari stöðu, en telur að þetta sé ekki spurning um umferð bíla eða gangandi vegfaranda, heldur þætti á borð við húsnæðisverð. „Þetta veltur á eftirspurn og framboði og hvað leiguverðið er, per fermeter. Ég vil að Laugavegurinn blómstri allur“.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir göngugötusvæðin hafa dregið til sín fólk og iðað af lífi.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hvetur borgarbúa til að gera sér ferð í miðbæinn.

Magnað, miðað við aðstæður

„Verslun og veitingastarfsemi hefur átt á brattann að sækja vegna kórónuveirufaraldursins um allan heim. Miðborg Reykjavíkur hefur ekki farið varhluta af því, ekki síst sú þjónusta og verslun sem beinist að ferðamönnum. Laugavegurinn hefur hins vegar sýnt styrk sinn og endurnýjunarkraft. Lundabúðir hafa í sumum tilvikum vikið fyrir útivistarbúðum, hönnunar- og fataverslanir með frábærri hönnun íslenskra og erlendra hönnuða eru orðnar meira áberandi en áður,“ segir hann. Hann nefnir einnig opnun nýrra veitingastaða, sem hann telur; „magnað, við þessar aðstæður.“

Dagur vill þó ekki lesa of mikið í þetta. „Ég vil þó ekki gera of mikið úr því að meira sé autt af rýmum þar sem bílar keyra. Það getur verið tilviljun,“ segir hann og leggur áherslu á umbreytingarskeið sem hann segir vera í verslun og miðborg. „Ég mæli með því að fólk geri sér ferð og njóti þess sem miðborgin hefur upp á að bjóða á aðventunni og í aðdraganda jóla“.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Autt húsnæði við göngugötuhluta Laugavegar
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Við göngugötuhluta Laugavegar
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari