At­vinnu­vega­nefnd Al­þingis hefur undanfarna daga dvalið í Björg­vin í Noregi þar sem hún kynnir sér fisk­eldi Norð­manna. Til­gangurinn er að kynna sér sjónar­mið sérfræðinga þar í landi sem hafa lengri reynslu en Ís­lendingar af því að starf­rækja fisk­eldi. 

Þing­menn nefndarinnar hafa verið dug­legir að tjá sig um ferðina og birta myndir úr henni. Á þeim má sjá að for­svars­menn fisk­eldis­fyrir­tækja hér á landi eru með í för. Þannig má sjá á myndum, sem Sjálf­stæðis­maðurinn Ás­mundur Frið­riks­son birtir á Face­book, að þeir Kjartan Ólafs­son, stjórnar­for­maður Arnar­lax, og Guð­mundur Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Fisk­eldis Aust­fjarða, voru með í för. 

Sara Elísa Þórðar­dóttir, full­trúi Pírata í nefndinni, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að ferðin hafi verið á­huga­verð. Þing­menn séu þarna staddir til að fræðast um fisk­eldi og á­hrif þess. Hún, og vafa­laust fleiri, geri sér grein fyrir því að mikil­vægt sé að kynna sér allar hliðar málsins. Þegar blaða­maður spyr um þátttöku þeirra Kjartans og Guð­mundar, frá fisk­eldis­fyrir­tækjunum, í ferðinni segir hún að þeir hafi verið með þegar nefndin heim­sótti eldis­fyrir­tækið Blom.

„Við gerum okkur grein fyrir að þeir eru hags­muna­aðilar,“ segir Sara. Það sé hins vegar engin hætta á að þeir sem slíkir séu þarna staddir til að hafa á­hrif á störf nefndarinnar. Á sama tíma hafi farið fram sjávar­út­vegs­ráð­stefna í Noregi og því vafa­laust eitt­hvað verið um Ís­lendingar þar í landi. 

Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp til nýrra laga um fisk­eldi. Það var til um­ræðu á þing­fundi í dag og heldur sú um­ræða á­fram í næstu viku. Við­búið er að tekist verði á um það. At­vinnu­vega­nefnd mun fljúga til Ís­lands í fyrra­málið og verða með­limir hennar því við­staddir þegar um­ræða um frum­varp ráð­herra fer fram í næstu viku.