Fréttir

„At­vinnu­­­stjórn­­­mála­­­menn illa greindar mellur“

Þing­heimur nötrar eftir að Guð­­mundur Sæ­var Sæ­vars­­son, vara­þing­­maður Flokks fólksins, á­reitti í öl­æði konur í þing­veislu. Að loknum kosningum í fyrra sagði hann fólk sem gerir stjórn­­mál að at­vinnu vera „illa greindar mellur.“

Guðmundur Sævar hefur beðist afsökunar á framkomu sinni í þingveislunni.

Guðmundur Sævar Sævarsson, varaþingmaður Flokks fólksins og hjúkrunardeildarstjóri hjá LSH, hefur sett þingheim í uppnám með ósæmilegri  framkomu sinni og kynferðislegri áreitni í þingveislu á föstudagskvöld.

Sjá einnig: Ölvuðum varaþingmanni vísað úr þingveislu

Tveimur dögum eftir alþingiskosningarnar í fyrra, þar sem Flokkur fólksins fékk fjóra menn kjörna, fór Guðmundur Sævar mikinn á Facebook og dró hvergi af sér í kynferðislegu orðbragði og tengingum vændis við stjórnmál. Vígreifur og fullur trúar á flokk sinn amaðist hann við fólki sem hefur gert stjórnmál að atvinnu og kallaði slíka „illa greindar mellur.“

Skjáskot af Facebook-færslu sem varaþingmaðurinn tilvonandi, Guðmundur Sævar, birti tveimur dögum eftir kosningarnar á síðasta ári.

„Hef verið að velta fyrir mér stjórnmálum. Eins og sumir vita er ég í 2 sæti í Reykjavík Suður fyrir Flokk fólksins. Gott fólk og æðislegur Formaður með ástríðu, drifkraft, stefnu og lausnir,“ skrifaði Guðmundur Sævar og bætti síðan heldur betur í.

Sjá einnig: Flokkurinn fagnar viðbrögðum Guðmundar

„Tilfinningalegu erfiðleikar mínir eru atvinnu stjórnmálamann. Vinsamlegast ekki taka orð mín þannig að ég sé að tala bara um alla. Þetta er mín upplifun, að almennt séu atvinnu stjórnmálamenn illa greindar mellur og við þjóðin illa haldin af slæmri BDS, MSN, DVD, USB kynlífsfíkn.

Bara svona það sem ég er að velta fyrir mér síðla dags. Góða og yndislega helgi öll.[sic]“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ör­vænting þegar bilaður rúllu­stigi þeytti fólki áfram

Innlent

Jón leiðir sam­starfs­hóp gegn fé­lags­legum undir­boðum

Innlent

Niður­staða á­frýjunar­nefndar til skoðunar hjá Isavia

Auglýsing

Nýjast

Fundu muni hinnar látnu við handtöku

Aurus Arsenal er hærri gerð forsetabíls Putin

Heið­veig: „Aldrei gengið erinda stór­út­­gerðanna“

Dæmd­ur fyr­ir að skall­a mann á bíl­a­stæð­i á Skag­an­um

Kallaði ekki eftir hjálp og lét sig hverfa

Héldust í hendur í mikilli ó­kyrrð í flugi Icelandair

Auglýsing