Atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 20 til 64 ára dróst saman um 1,8 prósent á þriðja ársfjórðungi síðasta árs á Íslandi. Var hvergi minna atvinnuleysi í Evrópu.

Alls voru 82,7 prósent 20 til 64 ára á Íslandi með vinnu sem er nær níu prósentum hærra en meðaltal í Evrópu.

Þetta kemur fram í samantekt Eurostat, tölfræðiveitu ESB.

Í upphafi síðasta árs voru 79,1 prósent Íslendinga á þessu aldursbili með vinnu og 80,9 prósent á öðrum ársfjórðung.

Ísland er með naumt forskot á Holland þar sem 82,6 prósent aldurshópsins eru með vinnu en meðaltalið í Evrópusambandsríkjunum er 73,5 prósent.

Lægsta hlutfallið mældist á Ítalíu þar sem 63,1 prósent aldurshópsins var í vinnu