At­vinnu­leit­endur voru færri en 10 þúsund í febrúar 2020, en tveimur mánuðum síðar voru tæp­lega 50 þúsund manns í greiðslu­þjónustu hjá Vinnu­mála­stofnun, eða sem nemur fjórða hverjum ein­stak­lingi á vinnu­markaði. Þetta kemur fram í nýrri árs­skýrslu Vinnu­mála­stofnunarinnar fyrir árið 2020 sem kom út í dag.

Þar kemur einni fram að á tíma­bilinu fór at­vinnu­leysi úr fimm prósent í 17,8 prósent.

Í mars og apríl bárust rúm­lega 47.000 nýjar um­sóknir til Vinnu­mála­stofnunar en í venju­legu ár­ferði hefðu um 3.000 um­sóknir átt að berast. Fjöldi sím­tala til stofnunarinnar marg­faldaðist líka og fór úr því að vera um fimm til sex þúsund á mánuði í yfir 21 þúsund á mánuði.

Meðaltalsfjöldi á atvinnuleysisskrá árið 2020.
Gögn/Vinnumálastofnun

16.500 að meðaltali á skrá

Fram kemur í skýrslunni að árið 2020 var hefð­bundið at­vinnu­leysi 7,9 prósent að meðal­tali og var jafnt meðal karla og kvenna. Að meðal­tali voru rúm­lega 16.500 ein­staklingar á at­vinnu­leysis­skrá í lok hvers mánaðar. Fjöldi karla var 9.100 að meðal­tali í lok hvers mánaðar og 7.400 meðal kvenna.

Á­samt því að sjá um al­menna at­vinnu­leysis­skráningu sá Vinnu­mála­stofnun um fram­kvæmd á­taks­verk­efnis stjórn­valda vegna Co­vid-19, þar sem heimilt var fyrir at­vinnu­rek­endur og laun­þega að gera sam­komu­lag sín á milli um minnkað starfs­hlut­fall tíma­bundið. Þegar litið er einnig til at­vinnu­leysis­skráningar þeirra sem voru í minnkuðu starfs­hlut­falli nam at­vinnu­leysi ársins 10,2 prósent.

Fjöldi ein­stak­linga í minnkuðu starfs­hlut­falli náði há­marki í apríl 2020, voru þá tæp­lega 33.000 ein­staklingar skráðir í minnkað starfs­hlut­fall til við­bótar við tæp­lega 16.400 hefð­bundna at­vinnu­leit­endur. Sam­tals voru því 25 prósent allra á vinnu­markaði skráðir hjá stofnuninni þann mánuðinn. Í maí fækkaði ein­stak­lingum í minnkuðu starfs­hlut­falli um helming og var fjöldi í úr­ræðinu kominn undir 4.000 í júlí og var um 5.100 í árs­lok.

Hlutfall á atvinnuleysisskrá 2020
Gögn/Vinnumálastofnun

Lang­tíma­at­vinnu­leysi

Í skýrslunni er farið yfir tölur um lang­tíma­at­vinnu­leysi en árið 2020 voru tæp­lega 6.800 ein­staklingar lengur en 6 mánuði á at­vinnu­leysis­skrá, eða 41 prósent allra á skrá. Alls voru 2.900 ein­staklingar lengur en 12 mánuði á at­vinnu­leysis­skrá, eða 17 prósent allra á skrá.

Alls bárust 141 til­kynningar um hóp­upp­sagnir vegna 8.789 ein­stak­linga. En um er að ræða mesta fjöldi hóp­upp­sagna sem til­kynntur hefur verið til Vinnu­mála­stofnunar á einu ári.

Flestir sem misstu vinnuna voru í ferða­tengdri starf­semi eða alls 7.280 sem er um 83 prósent af öllum hóp­upp­sögnum.

Co­vid-tengdar greiðslur

Alls bárust stofnuninni um­sóknir um greiðslur vegna launa í sótt­kví fyrir 7.040 starfs­menn.

Að baki um­sóknum lágu alls 32.668 sótt­kvíar­dagar. Heildar­greiðslur vegna úr­ræðisins námu rúm­lega 503 milljónum króna á árinu 2020. Meðal­greiðslur á hvern sótt­kvíar­dag námu 15.421 krónur en greiðslur gátu að há­marki numið 21.100 krónur fyrir hvern dag. Meðal­tal heildar­greiðslna vegna hvers starfs­manns nam 111.329 krónur.

Hægt er að kynna sér skýrsluna hér á vef Vinnumálastofnunar.