Sigríður Sigurðardóttir, fyrsta konan sem kjörin var íþróttamaður ársins á Íslandi, man þá tíð þegar leikið var utanhúss og innan við 10 mörk voru skoruð í handboltaleik.

Þetta kom fram í fyrsta þætti Frísk eftir fimmtugt sem sýndur er á fimmtudögum á Hringbraut.

„Það var spilað þangað til við fengum færi,“ segir Sigríður en hún var sæmd þessari heiðursnafnbót árið 1964 eftir að kvennalið íslands varð Norðurlandameistari í handbolta.

Sigríður þakkar látlausri hreyfingu að hún hafi elst vel. Hún stendur nú á áttræðu en viðburðurinn valdefldi konur mjög að hennar sögn og var stórt skref í jafnréttisbaráttunni. Sjá klippu úr þættinum hér: