Ekkert bendir til þess að Hallur Gunnar Er­lings­son, sem situr í gæslu­varð­haldi grunaður um að hafa skotið á bíl Dags B. Eggerts­sonar borgar­stjóra og skrif­stofu Sam­fylkingarinnar um liðna helgi, hafi átt í sam­skiptum við flokkinn eða skrif­stofu hans. Þetta segir Karen Kjartans­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­fylkingarinnar.

Pétur Ólafs­son að­stoðar­maður borgar­stjóra segir í sam­tali við Frétta­blaðið að engar vís­bendingar séu um að Hallur hafi átt í sam­skiptum við skrif­stofu borgar­stjóra í að­draganda skot­á­rásanna.

Hallur er fyrr­verandi lög­reglu­maður og var á laugar­daginn úr­skurðaður í tveggja daga gæslu­varð­hald á grund­velli rann­sóknar­hags­muna af Héraðs­dómi Reykja­víkur. Úr­skurðurinn var fram­lengdur til föstu­dags í á mánu­daginn, einnig með þeim rökum að hann teljist hættu­legur. Skot­á­rásirnar eru rann­sakaðar sem vald­stjórnar­brot og em­bætti Héraðs­sak­sóknara fer með rann­sóknina.