„Stund hættu­á­standsins er runnin upp,“ segir David Atten­bor­ough, einn frægasti tals­maður dýra-og náttúru­verndar veraldar í nýju við­tali við BBC. Þar vísar hann í bar­áttuna gegn hnatt­rænni hlýnun af manna­völdum.

Í við­talinu segir sjón­varps­maðurinn heims­frægi að mann­kynið hafi frestað bar­áttunni gegn breytingunum. „Við höfum frestað hlutunum ár eftir ár,“ segir hann. „Á meðan ég tala brennur suð­austur­hluti Ástralíu. Af hverju? Vegna þess að hita­stig Jarðarinnar fer hækkandi,“ segir Atten­bor­ough.

Hann segir það ber­sýni­lega vit­leysu þegar stjórn­mála­menn og aðrir skýr­endur segi að eldarnir í Ástralíu tengist því ekki að jörðin sé að hlýna. „Við vitum það full­vel,“ segir Atten­bor­ough og vísar þar í á­hrif mann­kynsins, að því er segir í um­fjöllun breska miðilsins.

Þar er meðal annars bent á að loft­lags­ráð­stefnan sem haldin var í Madríd í síðasta mánuði hafi reynst von­brigði. Þau hafi raunar verið kölluð það af aðal­ritara Sam­einuðu þjóðanna, breskum yfir­völdum og fleirum. Þá voru ríki líkt og Ástralía og Brasilía sökuð um til­raunir til að kasta af sér á­byrgð, að því er segir á vef BBC.

„Við þurfum að átta okkur á því að þetta snýst ekki um að spila leiki,“ segir Atten­bor­ough. „Þetta snýst ekki bara um að eiga í þægi­legum litlum rök­ræðum, rifrildum og svo að komast að mála­miðlun. Þetta er á­ríðandi vanda­mál sem þarf að leysa og það sem meira er, við vitum hvernig á að gera það, það er það þver­sagna­kennda, að við neitum að taka skref sem við vitum að þarf að taka.“

Vonir bundnar við að 2020 verði vendipunktur

Í um­fjöllun breska miðilsins segir jafn­framt að ríki veraldar hafi sett sér það mark­mið að minnka út­blástur um allt að helming fyrir 2030. Sam­einuðu þjóðirnar hafi lýst því yfir árið 2018 að það væri mark­mið. Þess í stað sé hið öfuga að gerast um þessar mundir, að því er full­yrt er í frétt BBC. Út­blástur aukist.

Þar er þó tekið fram að árið 2020 sé geti orðið vendi­punktur í bar­áttunni gegn hnatt­rænni hlýnun og skaðanum sem vist­kerfi jarðar verði fyrir af manna­völdum. Bundnar séu miklar vonir við loft­lags­ráð­stefnuna COP26 sem fram fer í Glas­gow í nóvember. Lof­orð stjórn­valda hingað til séu þó ekki nóg til að taka á hlýnunni.

„Hvert ár sem líður gerir okkur erfiðara fyrir að grípa til þessara skrefa,“ segir Atten­bor­ough. Hvað varðar vist­kerfi og dýra­líf jarðarinnar segir hann ljóst að mann­kynið þurfi að grípa til að­gerða til að bjarga um­ræddum kerfum.

„Við erum háð náttúru­heiminum vegna hvers andar­dráttar sem við tökum og hverja einustu mál­tíðar sem við borðum.“