Bandaríkjamaðurinn Daniel Hund, sem hrapaði tugi metra á fjallaskíðum á Tröllaskaga í mars, missti báða fótleggina eftir slysið og minnstu munaði að hann tapaði einnig handleggjunum. Hann og Sierra, kona hans, voru hér að fagna brúðkaupsafmæli sínu þegar örlögin gripu í taumana – og takast nú á við gerbreyttar aðstæður í lífi sínu.

„Ég áttaði mig strax á því að ég var hryggbrotinn,“ segir Daniel í helgarviðtali Fréttablaðins.

„Ég var reiður sjálfum mér fyrir að hafa farið einn til fjalla, án skíðafélaga, svo ég bjóst bara við því að deyja á staðnum,“ segir Daniel en á meðan þessu stóð beið eiginkona hans Sierra í bústað sem þau höfðu leigt. Hún segir í viðtalinu að hana hefði aldrei getað órað fyrir því hvað hafði komið fyrir hann.

Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni hér að neðan.