Karl­maður á þrí­tugs­aldri var í dag í Héraðs­dómi Reykja­ness úr­skurðaður í á­fram­haldandi átta vikna far­bann, eða til 2. júlí, að kröfu Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í þágu rann­sóknar hennar á manns­láti í Kópa­vogi í byrjun síðasta mánaðar. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu.

„Rann­sókn málsins miðar vel, en ekki er hægt að veita frekari upp­lýsingar að svo stöddu,“ segir í til­kynningu lög­reglunnar.

Maðurinn var úr­skurðaður í fjögurra vikna far­bann 9. apríl að kröfu lög­reglunnar. Maðurinn var áður úr­skurðaður í gæslu­varð­hald frá páska­degi til 9. Apríl.

Karl­maður um þrítugt, Daníel Ei­ríks­son, lést af á­verkum sínum á Land­spítalanum af á­verkum sem hann hlaut í líkams­á­rás fyrir utan heimili sitt þann 2. apríl síðast­liðinn. Þrír voru hand­teknir upp­haf­lega vegna málsins og tveimur sleppt úr haldi þegar sá þriðji var úr­skurðaður í gæslu­varð­hald um páskana.