Covid-19 smit greindist meðal starfsfólks netverslunarinnar Heimkaupa um helgina og þurftu átta starfsmenn að fara í sóttkví, samkvæmt frétt sem birt var í Morgunblaðinu í dag.
Stór hluti af þjóðinni er nú í sóttkví eða einangrun og mikil eftirspurn hefur því verið eftir þjónustu frá fyrirtækjum á borð við Heimkaup. Fyrirtækið hefur ráðið um þrjátíu manns til vinnu á síðastliðnum vikum og starfa nú um hundrað manns í vöruhúsinu.
Reynt verður að viðhalda þjónustustiginu þrátt fyrir sóttkví starfsfólks, segir Thelma Björk Wilson, framkvæmdastjóra þjónustu og notendaupplifunar hjá Heimkaupum, í samtali við Morgunblaðið.