Covid-19 smit greindist meðal starfs­fólks net­verslunarinnar Heim­kaupa um helgina og þurftu átta starfs­menn að fara í sótt­kví, sam­kvæmt frétt sem birt var í Morgun­blaðinu í dag.

Stór hluti af þjóðinni er nú í sótt­kví eða ein­angrun og mikil eftir­spurn hefur því verið eftir þjónustu frá fyrir­tækjum á borð við Heim­kaup. Fyrir­tækið hefur ráðið um þrjá­tíu manns til vinnu á síðast­liðnum vikum og starfa nú um hundrað manns í vöru­húsinu.

Reynt verður að við­halda þjónustu­stiginu þrátt fyrir sótt­kví starfs­fólks, segir Thelma Björk Wil­­son, fram­­kvæmda­­stjóra þjón­ustu og not­enda­­upp­­lif­un­ar hjá Heim­­kaup­um, í sam­tali við Morgun­blaðið.