Sjö innanlandssmit greindust í gær á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Þar að auki greindist eitt smit við landamæraskimun en beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu.

58 einstaklingar eru nú í einangrun með virkt smit hér á landi. Þar af liggur einn á legudeild Landspítlans. Þá eru 454 í sóttkví samkvæmt upplýsingum á covid.is. Hefur þeim fjölgað um 167 frá deginum áður.

489 sýni voru rannsökuð á sýkla- og veirufræðideildinni í gær og 835 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 1.187 sýni voru tekin við landamæraskimun.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi, ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi klukkan 14 í dag.