Minnst átta eru látin og fjölmörg særð eftir skotárás í húsakynnum FedEx í borginni Indianapolis í Bandaríkjunum í dag.

Vitni segjast hafa heyrt skothljóð í aðstöðu FedEx og síðan komið auga á mann vopnaðann hríðskotabyssu. Talið er að byssumaðurinn hafi verið einn á ferð og að hann hafi að árásinni lokinni framið sjálfsvíg.

Yfirvöld hafa gefið út tilkynningu þar sem fram kemur að hætta á svæðinu sé yfirstaðin.

Genae Cook, talsmaður lögreglunnar í borginni, sagði lögregluþjóna hafa mætt á vettvang þegar skotárás var hafin. „Við fundum átta manns með skotsár sem voru úrskurðuð látin á vettvangi,“ sagði Cook. Fjöldi fólks var síðar flutt slasað á sjúkrahús en ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru að svo stöddu.