Alls greindust átta innanlandssmit síðastliðinn sólarhring hér á landi. Af þeim voru þrjú í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýjustu tölum frá covid.is. Þetta er fækkun frá því í gær þegar tíu greindust innanlands.

187 manns eru nú í einangrun með sjúkdóminn hér á landi en virk smit standa í stað milli daga. en þau voru alls 187 í gær. 716 eru nú í sóttkví og bættust því tæplega fimmtíu manns í hópinn síðastliðinn sólarhring.

Þá eru 41 inniliggjandi á Landspítalanum vegna sjúkdómsins, þar af eru tveir á gjörgæslu.

Einn greindist við landamærin og er beðið eftir mótefnamælingu í hans tilviki. Þetta er töluverð fækkun frá því í gær þegar fjórtán greindust með veiruna á landamærunum.

Á laugardaginn greindust 21 með Covid-19 innanlands og tveir á landamærum. Þá höfðu ekki fleiri greinst frá því þann 10. nóvember síðastliðinn. 13 af þeim 21 sem greindust innanlands í fyrradag voru í sóttkví.

Fréttin hefur verið uppfærð.