Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt að átta starfsmenn bæjarins fái launað námsleyfi. Lengsta leyfið nemur fimm mánuðum en eitt telur rétt rúma 40 daga. Herdís Snorradóttir fer í þrjá mánuði, Ingunn Birgisdóttir sömuleiðis, sem og Rakel Björnsdóttir. Sunna Ólafsdóttir fær 40 daga og Sigríður Björg Tómasdóttir fær leyfi á launum til að skrifa meistararitgerð í tvo mánuði. Hrönn Steinsdóttir fær launað námsleyfi í fimm mánuði, Bergdís Geirsdóttir í fjóra mánuði en Soffía Karlsdóttir, sem var búin að fá samþykkt námsleyfi í haust, færði námið til vors.

Launað námsleyfi er bundið því skilyrði að unnið sé áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu sem nemur þreföldu námsleyfinu.