Síðasta sólar­hring fór Slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins í átta út­köll þar sem flytja þurfti Co­vid-19 smitaða ein­stak­linga. Slíkum út­köllum fer fækkandi að því er fram kemur á Face­book-síðu Slökkvi­liðsins.

Mikill erill var í sjúkra­flutningum á dag­vakt gær­dagsins og var farið í 92 flutninga. „Öllu ró­legra var á nætur­vaktinni og þiggjum við alveg ein­staka ró­legar vaktir,“ segir á síðunni.