umferðarslys

Átta bíla árekstur í Kópavogi

Stór árekstur varð við Sunnuhlíðina í Kópavogi fyrr í dag og tugir bíla sitja þar fastir. Slökkviliðsmenn hafa gengið á milli bíla og veitt upplýsingar þar sem enn gæti verið töluverð bið.

Mikið öngþveiti hefur skapast í Kópavogi eftir átta bíla árekstur fyrr í dag. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

Átta bíla árekstur varð við Sunnuhlíðina í Kópavogi fyrr í dag. Mikið umferðaröngþveiti hefur því myndast og eru tugir bíla fastir. 

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er aðeins um minniháttar meiðsli að ræða, en einn hefur verið fluttur á sjúkrahús. 

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir og Sjöfn Hauksdóttir sitja fastar í langri röð af bílum. Díana segir í samtali við Fréttablaðið að slökkviliðsmenn gangi nú á milli bíla til þess að ræða við fólk og gefa upplýsingar.

„Þeir komu og sögðu að biðin væri svona hálftími, klukkutími og við erum mjög framarlega í röðinni,“ segir Díana sem telur að tuttugu til þrjátíu bílar séu fastir í langri bílaröð. 

„Fólk er mjög rólegt og við erum fegnar að það var ekki alvarlegt slys. Slökkviliðsmaðurinn var líka mjög almennilegur og sagði okkur að setja bara á góða tónlist því þetta gæti tekið sinn tíma.“

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Kringlumýrarbrautinni lokað í átt að Hafnarfirði frá Miklubraut en opið er til Reykjavíkur. 

Slökkviliðið hefur gengið á milli bíla og veitt upplýsingar. Fólk gæti þurft að bíða lengi í bílunum sínum. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Reikna með opnun Ölfus­ár­brúar á há­degi

Innlent

Telur engar laga­legur for­sendur fyrir á­kæru um peninga­þvætti

Lögreglan

Staðinn að ræktun 400 kanna­bis­plantna

Auglýsing

Nýjast

Erum á milli tveggja lægða

Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt

Húsa­friðunar­nefnd afar von­svikin með Reykja­nes­bæ

Á undan áætlun með Ölfusárbrú

Erfitt að ræða misréttið segja landsliðskonur

Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála

Auglýsing