umferðarslys

Átta bíla árekstur í Kópavogi

Stór árekstur varð við Sunnuhlíðina í Kópavogi fyrr í dag og tugir bíla sitja þar fastir. Slökkviliðsmenn hafa gengið á milli bíla og veitt upplýsingar þar sem enn gæti verið töluverð bið.

Mikið öngþveiti hefur skapast í Kópavogi eftir átta bíla árekstur fyrr í dag. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

Átta bíla árekstur varð við Sunnuhlíðina í Kópavogi fyrr í dag. Mikið umferðaröngþveiti hefur því myndast og eru tugir bíla fastir. 

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er aðeins um minniháttar meiðsli að ræða, en einn hefur verið fluttur á sjúkrahús. 

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir og Sjöfn Hauksdóttir sitja fastar í langri röð af bílum. Díana segir í samtali við Fréttablaðið að slökkviliðsmenn gangi nú á milli bíla til þess að ræða við fólk og gefa upplýsingar.

„Þeir komu og sögðu að biðin væri svona hálftími, klukkutími og við erum mjög framarlega í röðinni,“ segir Díana sem telur að tuttugu til þrjátíu bílar séu fastir í langri bílaröð. 

„Fólk er mjög rólegt og við erum fegnar að það var ekki alvarlegt slys. Slökkviliðsmaðurinn var líka mjög almennilegur og sagði okkur að setja bara á góða tónlist því þetta gæti tekið sinn tíma.“

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Kringlumýrarbrautinni lokað í átt að Hafnarfirði frá Miklubraut en opið er til Reykjavíkur. 

Slökkviliðið hefur gengið á milli bíla og veitt upplýsingar. Fólk gæti þurft að bíða lengi í bílunum sínum. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Földu sig á klósetti : „Ég er mjög hræddur“

Innlent

Hnífstunguárás í Kópavogi

Bílar

Nýr BMW 7 með risagrilli

Auglýsing

Nýjast

Tafir vegna vöru­bíls sem fór á hliðina á Holta­vörðu­heiði

Kolfinna: „Voðalega á ég flottan pabba“

Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi í máli Gunnars Braga

„Nú þurfa menn bara að hugsa út fyrir boxið“

Enn ekki tekist að ná drengnum úr borholunni

Dóna­skapur að verða ekki við beiðnum þing­manna um fund

Auglýsing