umferðarslys

Átta bíla árekstur í Kópavogi

Stór árekstur varð við Sunnuhlíðina í Kópavogi fyrr í dag og tugir bíla sitja þar fastir. Slökkviliðsmenn hafa gengið á milli bíla og veitt upplýsingar þar sem enn gæti verið töluverð bið.

Mikið öngþveiti hefur skapast í Kópavogi eftir átta bíla árekstur fyrr í dag. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

Átta bíla árekstur varð við Sunnuhlíðina í Kópavogi fyrr í dag. Mikið umferðaröngþveiti hefur því myndast og eru tugir bíla fastir. 

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er aðeins um minniháttar meiðsli að ræða, en einn hefur verið fluttur á sjúkrahús. 

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir og Sjöfn Hauksdóttir sitja fastar í langri röð af bílum. Díana segir í samtali við Fréttablaðið að slökkviliðsmenn gangi nú á milli bíla til þess að ræða við fólk og gefa upplýsingar.

„Þeir komu og sögðu að biðin væri svona hálftími, klukkutími og við erum mjög framarlega í röðinni,“ segir Díana sem telur að tuttugu til þrjátíu bílar séu fastir í langri bílaröð. 

„Fólk er mjög rólegt og við erum fegnar að það var ekki alvarlegt slys. Slökkviliðsmaðurinn var líka mjög almennilegur og sagði okkur að setja bara á góða tónlist því þetta gæti tekið sinn tíma.“

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Kringlumýrarbrautinni lokað í átt að Hafnarfirði frá Miklubraut en opið er til Reykjavíkur. 

Slökkviliðið hefur gengið á milli bíla og veitt upplýsingar. Fólk gæti þurft að bíða lengi í bílunum sínum. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ferðamaður fékk rúmlega 216 þúsund króna sekt

Erlent

Segir ómannúðlegt að aðskilja börn og foreldra

Kólumbía

Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Búið að opna yfir Kjöl

Innlent

Ofurölvi og velti bílnum í Ártúnsbrekku

Efnahagsmál

Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér

Dómsmál

Refsing eiganda Buy.is milduð

Samfélag

Varð HM-sérfræðingur á þremur korterum

Stjórnmál

Lýsti áhyggjum af umræðunni á samfélagsmiðlum

Auglýsing