Þýskri átta ára stúlku sem hafði verið frelsissvipt inni á heimili móðurforeldra hennar nær alla hennar ævi, hefur verið frelsuð. Einangrun stúlkunnar hafði þau áhrif á hana að hún gat varla gengið upp stiga. Stúlkunni hefur verið komið til fósturforeldra.
The Guardian greinir frá því að stúlkan, Maria, hafi verið læst inni í herbergi í húsi sem amma hennar og afi áttu en hún hafði ekki yfirgefið herbergið síðan hún var eins og hálfs árs gömul. Húsið sem stúlkunni var haldið í er í bænum Attendorn í vesturhluta Þýskalands, en þar búa um 25 þúsund manns.
Stúlkan var frelsuð 23. september síðastliðinn en við læknisskoðun fundust engin merki um vannæringu eða líkamlegt ofbeldi, þetta kemur fram í yfirlýsingu frá yfirvöldum á svæðinu. Við læknisskoðunina sagðist stúlkan aldrei hafa séð skóg, né setið í bíl, meðal annars.
Patrick Baron von Grotthuss, saksóknari í máli stúlkunnar, sagði stúlkuna varla vera færa um að ganga upp stiga á eigin spýtur og ætti mjög erfitt með að ganga á ójöfnu yfirborði.
Móðir stúlkunnar sleit samskiptum við faðir stúlkunnar þegar stúlkan var sex mánaða. Þá tilkynnti móðirin að þær væru fluttar saman til Ítalíu og heyrði hann ekki meira frá þeim.
Árið 2015 sagðist faðirinn oft hafa séð þær á vappi um bæinn og tilkynnti það til barnaverndaryfirvalda, sem rannsökuðu málið og yfirheyrðu foreldra móðurinnar, sem sögðu þær búa í Ítalíu. Það væri því engin sönnun fyrir öðru.
Það var ekki fyrr en í júlí á þessu ári þar sem lögreglu var tilkynnt um mögulegt ofbeldi gegn barni. Par sem búsett er í Attendorn og tengist fjölskyldunni ekki neitt grunaði að eitthvað væri í gangi í móðurforeldrunum, þau hefðu heyrt sögur af því að hjá þeim byggi barn.
Haft var þá samband við yfirvöld á Ítalíu, en þá kom í ljós að móðirin hafði aldrei búið þar sem hún sagðist ætla að búa á Ítalíu.
23. september var móðurinni skipað að afhenda barnið til barnaverndar, lögregla framkvæmdi sama dag húsleit þar sem stúlkan fannst og var færð í hendur fósturforeldra sem tóku við henni.
Dómsyfirvöld hafa hafið rannsókn á málinu og er móðirin og móðurforeldrar sökuð um frelsissviptingu.