Átta ára stúlka lést eftir að rallý-bíll ók á hana á kapp­aksturs­braut á Madeira í Portúgal.

Sam­kvæmt miðlum í Portúgal var stúlkan að hlaupa á eftir tveim öðrum krökkum, þegar bíllinn ók á hana á ógnar­hraða.

Hún var flutt á sjúkra­hús eftir slysið, en lést stuttu eftir komuna á Dr Nelio Mendonca spítalann í höfuð­borg Madeira, Funchal.

Hún var flutt á sjúkra­hús eftir slysið, en lést stuttu eftir komuna á Dr Nelio Mendonca spítalann í höfuð­borg Madeira.
Skjáskot/The Sun

Slysið átti sér stað í Madeira Wine Ral­lýinu, sem er elsti og virtasti kapp­aksturinn á Madeira.

For­seti Portúgal, Marcelo Rebelo de Sousa skilaði sam­úðar­kveðjum á vini og fjöl­skyldu stúlkunnar.