Lítill átta ára gamall strákur í Þýska­landi stal bíl for­eldra sinna og skellti sér á hrað­brautina þar sem hann ók á 140 kíló­metra hraða, að því er fram kemur á vef BBC.

Móðir drengsins til­kynnti lög­reglu kl. 00:25 að sonur þeirra hefði ekið í burtu af heimili þeirra í bænum Soest í vestur­hluta Þýska­lands, á VW golf bílnum þeirra. Er drengurinn sagður nokkuð reynslu­mikill öku­maður og hefur áður ekið bílum á einka­eignum sem og klessu­bíla og go-kart bíla.

Klukkan 01:15 sömu nóttina til­kynnti móðirin yfir­völdum að hún hefði fundið son sinn við hlið hrað­brautarinnar sem nálgast Dort­mund. Hann sagði henni að hann hefði stoppað þar sem hraðinn hefði valdið honum ó­gleði.

„Ég vildi bara keyra smá,“ sagði drengurinn svo við lög­regluna og brast svo í grát. Enginn slasaðist og þá urðu engar skemmdir á eignum fólks.