Natalia Grace Barnett, 16 ára dvergvaxin stelpa, opnar sig í einlægu viðtali við sjónvarpssálfræðinginn Dr. Phil. Natalia var ættleidd til Bandaríkjanna frá Úkraínu fimm ára og var yfirgefin einungis 8 ára gömul.

Fyrrverandi fósturforeldrar Nataliu voru dæmd fyrir vanrækslu en þau sökuðu stúlkuna um tilraun til manndráps og sögðu hana vera fullorðna konu sem væri að reyna að svindla á þeim og stofna lífi þeirra og barna þeirra í hættu. Hjónin yfirgáfu stúlkuna í Bandaríkjunum þegar hún var einungis 8 ára gömul og fluttu til Kanada áður en þau voru dæmd fyrir vanrækslu.

Þrátt fyrir að fyrrverandi fósturforeldrar hennar sögðu hana vera fullorðna konu sem væri að svindla á þeim, hafa læknaskoðanir síðar leitt í ljós að hún hafi einungis vera átta ára gömul þegar hún var yfirgefin.

Nágrannar Natalíu fundu hana rúmlega mánuði síðar, í íbúð þar sem hún bjó ein og yfirgefin, og ættleiddu hana í kjölfarið.

Í dag er hún 16 ára gömul og hefur hún ákveðið að segja sögu sína ásamt núverandi fósturforeldrum sínum. Hér fyrir neðan má sjá klippur úr viðtali hennar við Dr. Phil.