Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu heim­sótti 14 veitinga­hús í mið­bænum í gær­kvöldi til að kanna ráð­stafanir þar varðandi sótt­varnir og tveggja metra regluna sem nú eru í gildi. Að­eins átta staðanna voru með sótt­varnir í lagi.

Lög­reglan fór í heim­sóknirnar í gær á milli klukkan 19:30 og 22:00. Í dag­bók lög­reglu segir að átta staðanna hafi verið „til fyrir­myndar“ eða með sín mál í mjög góðu á­standi. Hins vegar voru fimm staðir sem þurfa að gera úr­bætur og bæta skipu­lagið fyrir aukna að­sókn.

Fáir gestir voru inni á stöðunum þegar lög­reglu bar að garði, enda mánu­dags­kvöld, og segir lög­regla að ó­víst sé vort að­stæður á þeim gætu talist við­unandi væru fleiri þar inni. Því voru starfs­mönnum staðanna veittar ráð­leggingar um hvernig gera mætti betri ráð­stafanir til að tryggja að öllum sótt­varna­reglum sé fylgt.

Einn staður sem lög­reglan heim­sótti hafði þá ekki gert við­unandi ráð­stafanir til að tryggja sótt­varnir og tveggja metra reglu. Lög­regla segir að of margir hafi verið inni á staðnum og lítið eða ekkert bil á milli gesta. Það er talið skýrt brot og mun lög­regla skrifa um það skýrslu.