Vand­a­mál með ból­u­efn­i AstraZ­en­e­ca, sem mörg lönd hafa á­kveð­ið að hætt­a tím­a­bund­ið að nota, hafa ýtt und­ir deil­ur inn­an Evróp­u­sam­bands­ins um fram­gang ból­u­setn­ing­a og dreif­ing­u ból­u­efn­is.

Ís­land, Dan­mörk og nú síð­ast Ír­land á­samt fleir­i ríkj­um hafa hætt að nota ból­u­efn­i AstaZ­en­e­ca af ör­ygg­is­á­stæð­um með­an leit­að er á­stæðn­a þess að nokk­ur dauðs­föll hafa orð­ið vegn­a blóð­tapp­a hjá fólk­i sem feng­ið hafa ból­u­efn­ið.

Leið­tog­ar Aust­ur­rík­is, Búlg­ar­í­u, Kró­at­í­u, Tékk­lands, Lett­lands og Slóv­en­í­u skrif­uð­u Evróp­u­ráð­in­u og fram­kvæmd­a­stjórn ESB bréf þar sem kvart­að er und­an „grófr­i mis­skipt­ing­u“ ból­u­efn­a mill­i að­ild­ar­ríkj­a. Sam­band­ið fylg­i ekki regl­um um jafn­a dreif­ing­u ból­u­efn­a mið­að við höfð­a­töl­u líkt og sam­ið var um.

Önnur ríki sam­bands­ins, sem eru sam­tals 27, hafn­a þess­um á­sök­un­um segj­a rík­in sex geta sjálf­um sér um kennt, þau hafi gert mis­tök við að dreif­a ból­u­efn­i til þegn­a sinn­a. Fram­kvæmd­a­stjórn­in seg­ir að skipt­ing ból­u­efn­a­skammt­a hafi ver­ið gerð með gagn­sæj­um hætt­i og allt uppi á borð­um.

Á­hrif­a vand­a­mál­ann­a með ból­u­efn­i AstraZ­en­e­ca hef­ur gætt meir­a inn­an ESB en ann­ars stað­ar þar sem sam­band­ið hafð­i tryggt sér mik­ið magn efn­is­ins.