Ó­líkir hópar mót­mælenda mættust í Hong Kong í dag á mót­mælum sem eru nú á sinni 15. Viku. Lög­reglan hand­tók ein­hvern fjölda mót­mælenda á fjölda­mót­mælunum.

Tugir mót­mælenda sem styðja við Peking héldu á kín­verska fánanum á mót­mælunum og hrópuðu „styðjið lög­regluna“ í verslunar­mið­stöð í Kowloon Bay fyrr í dag.

Mót­mælendur sem hafa undan­farnar vikur krafist lýð­ræðis­um­bóta klæddust svörtu að vanda, og sumir voru með grímur. Eftir að hóparnir mættust á mót­mælunum brutust út slags­mál sem lög­reglan þurfti að stöðva.

Mót­mælin hafa nú staðið á fjórða mánuð í Hong Kong og hefur spenna á milli þeirra hópa sem styðja og styðja ekki við ríkis­stjórnina aukist eftir því sem að mót­mælin halda á­fram. Mót­mælin hófust í sumar eftir að ríkis­stjórnin til­kynnti um frum­varp sem hefði heimilað að fangar væru fram­seldir til Kína. Frá því hafa kröfur mót­mælenda þó mikið breyst og nú er helst krafist al­mennra lýð­ræðis­um­bóta.

Lögreglan þurfti að stöðva slagsmál á milli ólíkra hópa mótmælenda.
Fréttablaðið/Getty

Leið­togi Hong Kong, Carri­e Lim, hefur sagt að hún muni ekki leggja frum­varpið aftur fram en mót­mælendur segja að þau muni ekki hætta fyrr en ríkis­stjórnin svarar og mætir öllum þeirra kröfum.

Undan­farna viku hafa mót­mælendur safnast saman í verslunar­mið­stöðvum víða í borginni og sungið saman, sem er breyting frá þeim of­beldis­fullu mót­mælum sem hafa átt sér stað á götunni.

Talið er lík­legt að yfir­völd vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva mót­mælin fyrir 1. Októ­ber þegar Kína heldur uppi á þjóð­há­tíðar­dag sinn og 70 ára af­mæli lýð­veldis Kína verður fagnað.

Greint er frá á Guardian.