Tugþúsundir mótmælenda söfnuðust saman í nótt til þess að mótmæla frumvarpi kínverska þingsins í Hong Kong um að heimila framsal einstaklinga úr ríkinu. Gríðarlegur fjöldi mótmælenda varð til þess að meginsamgönguæðar lokuðust tímabundið. Óeirðalögregla braut mótmælin á bak aftur með táragasi, kylfum og loftbyssum. Annarri umræði um frumvarpinu var frestað í þinginu í dag en stjórnvöld segja að frumvarpið verði samþykkt.

Megin samgönguæðar voru í lamasessi. Fréttablaðið/AFP

Verði frumvarpið að lögum verður í fyrsta sinn í gildi framsalssamningur milli Hong Kong og Kína. Stjórnvöld í Hong Kong segja frumvarpið nauðsynlegt til þess að Hong Kong verði ekki griðarstaður fyrir glæpamenn frá kínverska meginlandinu en andstæðingar þess óttast að kínverskum stjórnvöldum vaxi fiskur um hrygg innan lögsögu Hong Kong og geti þar með seilst lengra í að þagga niður í þeim sem gagnrýna kínversk stjórnvöld.

Han Z­heng, með­limur í stjórn kommún­ista­flokksins lýsti yfir opin­berum stuðningi sínum við frum­varpið á dögunum og sagði frum­varpið miðað að því að gera kín­verskum yfir­völdum auð­veldara fyrir að hand­taka þá sem þykja ógn gegn kín­verska ríkinu.

Hægt er að fylgjast beint með mótmælunum á Facebook-síðu Hong Kong Free Press: